Markaðurinn
Heildarneysla á sjávarfangi í heiminum er að aukast og hefur næstum tvöfaldast frá 1961. Heimsmarkaðurinn fyrir krækling er stór og mikil hefð er fyrir neyslu kræklings í mið Evrópu. Heildarneyslan hefur aukist úr 1,3 milljón tonnum frá 1992 upp í 2,3 milljónir árið 2007.
Yfirlit yfir heimsframleiðslu og verðmæti á krækling (Blue Mussels)
Kræklingur hefur haldið verðmæti sínu þrátt fyrir sveiflur í gegnum tíðina. Á meðan heimsneysla á sjávarfangi er að aukast þá er samdráttur í framleiðslumagni á kræklingi. Umfram eftirspurn er í löndum eins og Belgía, Chile, Frakkland, Holland, Írland, Ítalía, Kanada, Nýja Sjáland, Spánn og UK.
Tvei sölustjórar verða með staðsetningu í Hamborg og New York sem sjá um samskipti við kaupendur í sitthvorri heimsálfunni. Áætlað er að það verði til að byrja með tvö stöðugildi á ársgrundvelli.