Fyrri mynd
Nsta mynd
...
English

Kræklingaræktun

Northlight Seafood mun rækta krækling á flekum og vinna frystar afurðir úr kræklingnum. Vinnslutækni og framleiðsluferlar eru þekktir. Unnið hefur verið að þróun flekaræktuna í nokkur ár og tilraunaleyfi hefur verið veitt í Skötufirði til 3ja ára.

Kræklingamarkaður er stór og töluverð eftirspurn er eftir kræklingi. Markaðir fyrir frystar og virðisaukandi afurðir eru vænlegir fyrir það magn sem hér er gert ráð fyrir að vinna.

Leitað er eftir áhættufjárfestum fyrir fyrstu stig verkefnisins og fagfjárfestum til lengri tíma eftir að rekstraráhætta minnkar.

Upplýsingar um verkefnið veitir Gunnar Hólm í síma +47 906 52 637. Áhugasamir fjárfestar geta skráð sig hér til þess að fá ítarlegri upplýsingar og útreikninga.

Ræktun

Það sem gerir þessa viðskiptahugmynd frábrugðna öðrum er ný útfærsla á flekaræktun. Nýnæmið í verkefninu byggir að mestu leyti á útfærslu á flekunum og uppskeruferlinu. Flekarnir fljóta á yfirborði sjávar og eru í lit sem fellur vel við litbrigði hafflatarins. Lirfur kræklings festast á ræktunarlínurnar undir flekanum, þar sem þær vaxa og dafna.

Hver fleki liggur tvö ár í sjó eða þar til að kræklingur er fullvaxinn. Flekarnir eru hífði um borð þar sem kræklingarnir losaðir af í söfnunarþró og þaðan í geymslugáma sem eru fullir af sjó. Áætlað er að vera með 12.000 fleka í ræktuninni og notast verður við sérhannað skip. Þegar skel hefur verið fjarlægð af flekum eru þeir lagðir niður aftur á öðrum stað.

image0002.jpg
image0004.jpg
image0006.jpg
image0007.jpg
image0008.jpg
image0009.jpg
image0010.jpg
image0012.jpg
image0013.jpg
image0014.jpg
image0015.jpg
image0017.jpg
image0019.jpg
image0025.jpg
image0026.jpg
image0028.jpg
image0031.jpg
image0032.jpg
image0034.jpg
image0035.jpg
image0036.jpg
image0037.jpg
image0039.jpg
image0040.jpg

Vinnsla

Gámarnir með skelinni eru fluttir að viðlegu þar sem þeir eru settir á rampa og hreinsun skeljarinnar með hreinum sjó hefst (síaður og UV-geislaður).

Sírennsli er á hreinsuðum sjó í gámana uns ljóst er að skelin hefur hreinsað sig af öllum þörungaleifum. Síðan er gámurinn fluttur að losunarbúnaði, hann tæmdur og vinnsla skeljarinnar hefst.

Smáskel er sekkjuð og sett út aftur til ræktunar uns hún hefur náð söluhæfri stærð. Vinnnsluhæf skel fer næst í hreinsikamba en þá er hún komin í söluhæft ástand sem fersk afurð. Á þessu stigi er ferskri skel pakkað eftir óskum kaupenda (t.d. sekkjun eða loftþéttar umbúðir.)

Skel til frekari vinnslu fer eftir kembun í hitameðferð þar sem Skel og vöðvi skiljast að. Vöðvinn er hreinsaður, flokkaður, lausfrystur og settur í pakkningar samkvæmt óskum kaupenda. Fullpökkuð afurð er svo geymd
í frystiklefa uns afskipun á sér stað.

Vel útbúnar rannsóknarstofur sjá um tvöfalt gæðaeftirlitskerfi. Gott gæðaeftirlit er forsenda að framleidd afurð verði heilnæm matvara.

Skelin og harður úrgangur fer í kvörn og er malað í sandkornastærð og nýtt til mótsvægis við hækkandi sýrustigi sjávar í Norður-Íshafi í samvinnu við Hafrannsóknarstofnun og Háskólann í Bergen.

tlu str og lega sva undir 12 sund fleka til krklingaeldis sem ekja tla um 215.000-220.000 m (21-22 hektara). (22. febrar 2013 ..V.)

Staðsetning

Áætlað flatarmál undir 12 þúsund fleka til kræklingaeldis er um 216.000 fermetrar (21.6 hektarar) í Hestfirði og Skötufirð (dökku fletirnir).
Skipið landar skel beint í hreinsun í Langeyri við Súðavík í Álftafirði og svo í vinnslu. (Sjá körin þar sem verið er að dæla sjónum í.)

Ræktunarsvæðið er í tærum og köldum sjó á svæði sem er afar hentugir fyrir kræklingaræktun. Hitastig sjávar er með þeim hætti að það tekur um 24-28 mánuði að koma skel í markaðsstærð. Verkefnið hefur nú þegar fengið tilraunaleyfi í Skötufirði.

Markaðurinn

Heildarneysla á sjávarfangi í heiminum er að aukast og hefur næstum tvöfaldast frá 1961. Heimsmarkaðurinn fyrir krækling er stór og mikil hefð er fyrir neyslu kræklings í mið Evrópu. Heildarneyslan hefur aukist úr 1,3 milljón tonnum frá 1992 upp í 2,3 milljónir árið 2007.

Kræklingur hefur haldið verðmæti sínu þrátt fyrir sveiflur í gegnum tíðina. Á meðan heimsneysla á sjávarfangi er að aukast þá er samdráttur í framleiðslumagni á kræklingi. Umfram eftirspurn er í löndum eins og Belgía, Chile, Frakkland, Holland, Írland, Ítalía, Kanada, Nýja Sjáland, Spánn og UK.

Fjárfestar

Verkefnið er opið fyrir áhættu- og fagfjárfesta. Með skráningu hér á síðunni er hægt að nálgast ítarlega skýrslu um starfsemi, leyfi og rekstraráætlun fimm ár fram í tímann. Þar á meðal er kostnaðaráætlun fyrir verksmiðju, bæði varðandi tækjabúnað og byggingar.

Í Íslandi eru engin gjaldeyrishöft á erlendri fjárfestingu. Hægt er að fjárfesta á Íslandi með erlendu fjármagni – sem og flytja það fé aftur erlendis án hafta, t.d. við sölu hlutabréfa. Ekki eru heldur höft á arðgreiðslum og vöxtum til erlendra aðila vegna fjárfestinga á Íslandi.

Nánari upplýsingar: http://www.sedlabanki.is/sedlabankinn/gjaldeyrismal/

Upplýsingar um verkefnið veitir Gunnar Hólm í síma +47 906 52 637. Áhugasamir fjárfestar geta skráð sig hér til hliðar til þess að fá ítarlegri upplýsingar og útreikninga. Einnig er hægt að senda tölvupóst á kdadason@northlightseafood.is.

Skrning
Fylltu t formi og smelltu hnappinn "Vista".
Email
Nafn
Heimilisfang
Staur
 
Staur
Land
Smi
        
2014SED