Fyrri mynd
Nsta mynd
...
English

Markaðssvæði

Mikið af eftirfarandi upplýsingum er unnið úr upplýsingaöflun frá Boston Seafood Show 2013 og voru munnlegar heimildir.

Bandaríkin

Smásöluverð er í kringum 6 USD á kg. á ferskri skel. Skilaverð til ræktenda/útflytjenda er á bilinu 2,9 - 3,3 USD á kg. á ferskri skel.

Á veitingastöðum er verið að selja kílóið af krækling á ca. 20 - 25 USD í hverjum rétti. Veitingastaðir treysta á ferska vöru og eru mjög sjaldan með frystar afurðir. Söluatriði margra kræklingaframleiðenda snúast um að benda á hversu mikið menn eru að fá á diskinn fyrir lítið innkaupsverð. Það hafa komið upp tilfelli þar sem framlegð á hvern seldan disk er frá 6 og upp í 10 USD.

Frystur kræklingur (bara kjöt) er með skilaverð upp á frá 2 - 4 USD á kíló. Lægsta verðið er reyndar fyrir aðra tegund af kræklingi, en það hæsta er fyrir bláskel. Þetta er mjög mismunandi og byggir oft á því hversu mikið er verið að losa sig við. Það er þekkt að þegar aðilar hafa verið að uppskera mikið og ekki getað selt allt ferskt þá hafa Chile menn sérstaklega sett töluvert magn af frystum kræklingi inn á Evrópu og USA markaði.

Evrópa

Frá Camanchaca fengust þær upplýsingar að inn á Evrópu væru skilaverðin ca. 2 - 2,5 USD á kíló af frystu kjöti í stórum innkaupalotum, mikið er að fara til Hollands og Frakklands (hugsanlega í gegnum Hollendinga) sem selja áfram, en eitthvað er um beinar sölur inn á Suður – Evrópu, sérstaklega Spán. Hann taldi sig geta sagt að það væri verið að selja þetta kjöt á ca. 2,6 USD-3,1 USD á kíló. Almennt væri Evrópa erfið, sérstaklega væru Hollendingar að passa sitt og gera mikið í því að reyna að vera með tangarhald á markaðnum.

Syllumarkaðir

Marine Stewarship Council vottaður kræklingur er að skila aðeins hærri skilaverðum, um 2-3%, en ekki er mikið magn af honum á markaðnum. Almennt hefur kræklingur mjög sjálfbæra ímynd sem er orðin tiltölulega vel þekk . Ágiskun viðmælanda á hvað sérstök syllumarkaðssetning gæti skilað, var um 5%, en einn viðmælandi frá Ocean Rich Distribution sagði að ef vel tækist til væri hægt að gera enn betur.

Flest öll fyrirtæki í dag t.d. í Chile eru að gera út á hreinan sjó, hreint umhverfi o.s.frv. Chile beið ákveðna álitshnekki þegar laxinn hrundi, en er að sækja í sig veðrið á ný. Norðmenn reyndu þetta en tókst ekki, þrátt fyrir að hafa töluverðan opinberan stuðning.

Áhugaverð markaðssvæði

Markaðir Lýsing Tækifæri Ógnanir
Frakkland Stór framleiðandi, en jafnframt stór innflytjandi á bæði ferskum og frystum kræklingi. Hefð fyrir neyslu á "blue mussels". Mikil Hörð samkeppni frá Chile
Belgía Engin innanlandsframleiðsla. Hefð fyrir neyslu á "blue mussels". Mikil neysla. Há verð. Sterk ítök Hollendinga á markaðnum
USA Neysla fer fram í gegnum veitingastaði. Hefð fyrir neyslu á "blue mussels". Góð verð Erfitt aðgengi að markaði fyrir litla framleiðendur. Hefð fyrir ferskum kræklingi og aðgengi og flutningur frá Íslandi gæti verið erfiður.

Ferskt eða fryst?

Markaðurinn fyrir krækling hefur í sögulegu samhengi verið undirlagður af ferskum kræklingi. Mest hefur verið selt ferskt og þar var einnig besta verðið. Undanfarin ár hefur frystur kræklingur átt betur upp á pallborðið. Hann er ekki lengur leið fyrir framleiðendur, til að ‘henda’ miklu magni inn á markaðinn þegar uppskera hefur verið óvenju mikil og ferski markaðurinn hefur ekki getað tekið við.
Þó er markaðurinn fyrir frystan krækling enn minni en fyrir ferskan, en þó vissulega valmöguleiki fyrir minni framleiðendur.

 
2014SED