Holland
Holland er mikilvægur markaður fyrir krækling auk þess að vera einn af stærri framleiðendum í Evrópu. Mikil reynsla þeirra og þekking í framleiðslu kræklings hefur tryggt stöðuga framleiðslu undanfarin ár.
Þróun undanfarinna ára er að innflutningur hefur verið að aukast mikið og er Holland mikilvægur markaður fyrir innfluttan krækling, bæði ferskan og frystan.