Leyfismál
Verkefnið hefur nú þegar fengið tilraunaleyfi í Skötufirði. Samkvæmt núgildandi lögum og reglum er búist við að fá ofangreind svæði. Þann fyrirvara verður þó að setja á að gera megi ráð fyrir að það komi fjöldi umsagnaraðila þar sem skip hafa stundað veiðar á þessum svæðum og hugsanlegt er að það verði hagsmunaárekstrar. En á þessu stigi málsins má benda á eftirfarandi mynd þar sem sjá má þau leyfi sem búið er að gefa út.
Núgildandi leyfi og fjarlægðartakmörk hafa verið virt.
Miðað við umfang eldisins má búast við að verkefnið þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum. Nýlega hefur Skipulagsstofnun úrskurðað að 7000 tonna laxeldi þyrfti ekki að fara í umhverfismat vegna fyrirhugaðrar starfsemi í Ísafjarðardjúpi.