Fyrri mynd
Nsta mynd
...
English

VestfirðirEinstakt umhverfi

Sjálfbærni er hugtak og hugarfar sem er í síaukinni umræðu. Auknar kröfur um umhverfisvernd og hreinleika afurða eru fyrirferðamiklar í umræðu á matvælamörkuðum. Við trúum því að það muni bara aukast í framtíðinni.

Vestfirðir
Þar sem kræklingarækt þykir sjálfbær, því ekki þarf að fóðra né nota lyfja eða efnameðferð í tengslum við ræktunina, mun staðsetning ræktunar vera stór viðskiptaleg ákvörðun. Staðsetning ræktunar er ekki síður stór markaðsleg ákvörðun. Ræktunin er fyrirhuguð á Vestfjörðum í tærum og köldum sjó og verður vinnslan byggð upp nálægt ræktun til að minnka flutninga á óunnum afurðum. Djúpu firðirnir sem einkenna Vestfirði eru afar hentugir fyrir kræklingaræktun. Hitastig sjávar er með þeim hætti að það tekur um 24-28 mánuði að koma skel í markaðsstærð. Vinnslan mun nota endurnýjanlega orku þar sem orkuframleiðsla svæðisins byggir fyrst og fremst á vatnsaflsvirkjunum.

 
2014SED