Kræklingaræktun
Northlight Seafood mun rækta krækling á flekum og vinna frystar afurðir úr kræklingnum. Vinnslutækni og framleiðsluferlar eru þekktir. Unnið hefur verið að þróun flekaræktuna í nokkur ár og tilraunaleyfi hefur verið veitt í Skötufirði til 3ja ára.
Kræklingamarkaður er stór og töluverð eftirspurn er eftir kræklingi. Markaðir fyrir frystar og virðisaukandi afurðir eru vænlegir fyrir það magn sem hér er gert ráð fyrir að vinna.
Leitað er eftir áhættufjárfestum fyrir fyrstu stig verkefnisins og fagfjárfestum til lengri tíma eftir að rekstraráhætta minnkar.
Upplýsingar um verkefnið veitir Gunnar Hólm í síma +47 906 52 637. Áhugasamir fjárfestar geta skráð sig hér til þess að fá ítarlegri upplýsingar og útreikninga.